FH-leikurinn hjá Sportmönnum (og nú er það deildin)
Kæru Sportmenn.
Það er stutt stórra högga á milli þessa dagana. Slógum FH út úr bikarnum í gær með glans og hittum þá svo aftur á sama stað á sunnudaginn.
Leikurinn, sem er sjónvarpsleikur, hefst að þessu sinni kl. 20:00 og við hittumst því í íþróttavallarhúsinu kl. 19:00 til upphitunar. Gestur okkar verður Ólafur Jóhannsson núverandi landsliðsþjálfari og fyrrverandi þjálfari FH. Hann mun ávarpa Sportmenn og gesti um kl. 19:15. Kristján þjálfari mætir að venju en að öðru leyti er orðið laust.
Minnum á kr. 500:- í baukinn fyrir veitingar.
Mætum nú vel og stundvíslega til að hvetja okkar menn til góðra verka.
Kveðja,
stjórn Sportmanna.