FH-sigur í markaleik
Ekki tókst okkar mönnum að landa Deildarbikarnum þetta árið en nú féllum við á lokahindruninni með 2-3 tapi gegn FH í úrslitaleiknum. FH-liðið var sterkara í fyrri hálfleiknum og setti þrjú mörk. Fyrst skoraði Sigurvin Ólafsson eftir misskilning í vörninni, Freyr Bjarnason bætti öðru marki við með skalla eftir hornspyrnu og Tryggvi Guðmundsson skoraði svo eftir að boltinn féll fyrir hann í vítateignum. Okkar strákar komu ákveðnir til leiks í seinni hálfleik og tókst að gera leikinn spennandi með tveimur góðum mörkum. Fyrst skoraði Símun laglega eftir að hafa fengið góða sendingu inn fyrir vörnina og Hólmar Örn skoraði svo með hörkuskoti eftir fallegt spil. Ekki tókst að jafna leikinn þrátt fyrir góð tilþrif og FH-ingar unnu því Deildarbikarinn í 3. sinn og eru vel að sigrinum komnir.
Hólmar Örn minnkar muninn í 2-3 með fallegu marki.
(Mynd: Jón Örvar Arason)