FH vann í Meistaraleiknum
Ekki tókst okkar mönnum að krækja í titil í gærkvöldi þegar Keflavík og FH léku í Meistarakeppni KSÍ á Kaplakrikavelli. FH-ingar voru sterkari í leiknum og sigruðu 2-0. Atli Viðar Björnsson kom heimamönnum yfir á 11. mínútu og Freyr Bjarnason bætti við öðru marki rétt fyrir lok fyrri hálfleiks.
Við minnum á að liðin leika síðan aftur næsta mánudag þegar Landsbankadeildin hefst. Sá leikur fer fram á Keflavíkurvelli og hefst kl. 19:15.
Myndir: Eygló Eyjólfsdóttir
Michael og Gestur með einn hvítan á milli sín.
Mark... 2-0.
Keflvíkingar sækja að marki FH.
Barátta í loftinu hjá Bjarna og Baldri.
Ómar ver snilldarlega af stuttu færi.
Baldur í baráttunni.
Hvað er eiginlega að gerast þarna hjá honum Gaua?
Gaui losnar frá herlegheitunum.
Keflavíkurliðið.
Strákarnir okkar.