Fimm Keflvíkingar í úrvalsliði Morgunblaðsins
Það hefur ekki farið fram hjá knattspyrnuáhugamönnum að Keflavíkurliðið hefur verið í fantaformi undanfarnar vikur. Þetta kemur vel fram í vali Morgunblaðsins á úrvalsliði 7.-12. umferða Landsbankadeildarinnar.
„Fimm leikmenn Keflavíkurliðsins eru í Morgunblaðsliðinu, sem er skipað leikmönnum sem hafa staðið sig best að mati blaðsins í sjöundu til tólftu umferð Landsbankadeildarinnar.
Markvörður er FH-ingurinn Daði Lárusson og í fjögurra manna varnarlínunni fyrir framan hann eru þeir Guðmundur Viðar Mete, Keflavík, Bjarni Guðjónsson, ÍA, Atli Sveinn Þórarinsson, Val og Hallgrímur Jónasson, Keflavík. Miðjumennirnir í liðinu eru Igor Pesic, ÍA, Grétar Ólafur Hjartarson, KR, Jónas G. Sævarsson, Keflavík og Baldur Sigurðsson, Keflavík. Sóknarleikmenn Morgunblaðsliðsins eru Guðmundur Steinarsson, Keflavík og Björgólfur Takefusa, KR.“
Jónas er einn fimm Keflvíkinga í úrvalsliði Morgunblaðsins.
(Mynd: Jón Örvar Arason)