Fimm mörk gegn Haukum
Keflavík sigraði Hauka örugglega í æfingaleik í Reykaneshöllinni í gærkvöldi með fimm mörkum gegn tveimur. Leikurinn byrjaði með stórsókn Keflvíkinga en fyrir einhvern klaufaskap tókst liðinu ekki að skora. Það voru hins vegar Haukar sem skoruðu fyrsta markið eftir herfileg varnarmistök okkar manna. Jóhann Birnir jafnaði síðan leikinn með góðu skoti og staðan var 1-1 í hálfleik.
Seinni hálfleikur var góður af okkar hálfu og þá komu fjögur mörk frá Keflavík. Magnús Sverrir var með tvö og Maggi Matt önnur tvö. Haukar skoruðu svo sitt mark úr vítaspyrnu. Þetta var fínasti leikur hjá strákunum. Bjarni Hólm og Gummi Steinars fóru meiddir út af eftir 15 minútna leik. Allir varamennirnir fengu að spreyta sig og stóðu sig vel.
Jói, Maggi og Maggi skoruðu gegn Haukum.
(Mynd: Jón Örvar)