Fréttir

Knattspyrna | 9. janúar 2007

Fimm stykki í landsliðsúrtaki

Keflavík á fimm leikmenn í úrtakshópum yngri landsliða karla sem æfa helgina 13.-14. janúar.  Við eigum fjóra pilta í U19 ára hópnum en það eru þeir Einar Orri Einarsson, Högni Helgason, Óttar Steinn Magnússon og Sigurbjörn Hafþórsson.  Í U17 ára liðinu er okkar fulltrúi Viktor Gíslason.  Við óskum piltunum góðs gengis á æfingunum framundan.


Á myndinni er Óttar Steinn til vinstri og Högni til hægri en þeir eru báðir í U19 ára hópnum.
Í miðið er Rúnar Arnarson en hann var ekki valinn í yngri landslið að þessu sinni.
(Mynd: Jón Örvar Arason)