Fréttir

Knattspyrna | 10. apríl 2010

Fimmti pistill frá Spáni - Gamlir

Oliva Nova á Spáni, dagur sex

Allt að gerast á Spáni.  Leikurinn hjá ungum og gömlum er að jafnast.  Þessir eldri unnu spurningakeppnina með yfirburðum í gærkvöldi (Jóhann Birnir) og minnkuðu muninn í 5-3 því sigurinn gilti tvöfalt.  Það skyldi þó aldrei vera...

FIFA2010 úrslitaleikurinn fór fram í gærkvöldi og endaði með sigri þeirra Einars Orra og Brynjars Arnar á móti Alen Sutej og Herði.  Það myndaðist hrikaleg stemmning í herbergi 2208 (heita  herberginu) á meðan leikurinn fór fram og átti blaðamaður og ljósmyndari erfitt með að brjótast í gegnum mannfjöldann í herberginu og mynda herlegheitin.  Flott umgjörð í herberginu og félögunum Bóa og Halla til mikils sóma. 

Æfingin í morgun var góð og menn tóku vel á því.  Ómar og Árni Freyr hjá Rajko markmanns og hinir í reitar- og sendingarbolta.  Það er hægt að gera keppni úr öllu.  Niðurstaðan er sú að gamlir unnu 1-2 á æfingunni og staðan því 6-5 fyrir unga áður en síðdegisæfingin byrjar.  Slökun hjá leikmönnum eftir hádegi enda svaðaleikur framundan.

(Stóri-Daða og Lady Grey fóru að hlaupa eftir hádegið, á meðan Carlos þriðji, Sir Lipton, Mr. U, DoMasterinn og Sægóinn höfðu það gott á hótelinu)

Síðdegisæfingunni er lokið. Settur var upp leikur ungir-gamlir og spilað í 2x25 mínútur.  Hrikaleg barátta og mikil átök.  Gamlir höfðu sigur 7-4 (3-3) og þegar tvær æfingar eru eftir er staðan því 6-6, sex-sex.  Brilliantinn var svakalegur í vörninni hjá gömlum og Macca mataði sína menn með frábærum leik.  Góður dómari leiksins var Þór Hinriks aðstoðar.  Eitthvað mun ganga á síðustu tveimur æfingunum ef ég þekki mína menn rétt.  Og Bói er farinn að brosa.

Svo ætla allir að fylgjast með leik Real Madrid og Barca í sjónvarpinu á eftir.

Kær kveðja,
Carlos þriðji


Gamlir eru að koma sterkir inn í lokin.