Fiskval í hóp styrktaraðila
Fiskval hefur bæst í hóp öflugra styrktaraðila Knattspyrnudeildar Keflavíkur. Það voru þeir Elfar Bergþórsson, framkvæmdastjóri Fiskvals, og Þorsteinn Magnússon, formaður Knattspyrnudeildar, sem skrifuðu undir samninginn sem gildir til loka ársins 2012. Knattspyrnudeild Keflavíkur er mjög ánægð með framlag Fiskvals og þakkar forráðarmönnum fyrirtækisins fyrir velvild í garð íþróttamála hér í bæ.
Hér má sjá stutta kynningu á fyrirtækinu sem er tekin af vef Fiskvals.
Fiskval er sérhæft framleiðslu og útflutningsfyrirtæki á ferskum og frosnum afurðum úr íslensku sjávarfangi. Kjarnaframleiðsla félagsins er framleiðsla á flatfisk og ýsu fyrir smásölumarkaði í Bandaríkjunum, Bretlandi og Evrópu. Samhliða þessu rekur félagið útflutningsstarfsemi sem miðar að því að þjónusta þarfir viðskiptavina okkar.
1985 Fiskval stofnað.
1985 - 1987 Rekið sem fiskbúð
1988 Útflutningsframleiðsla hefst
2001 Nýtt verksmiðjuhús reist
2006 Nýjar áherslur með útflutningsstarfsemi
2006 Bolfisklínu bætt við framleiðsluna
Elfar og Þorsteinn handsala samninginn.