Fréttir

Knattspyrna | 14. júlí 2005

Fjögur frá Herði og stórsigur í Lúx

Strákarnir okkar byrjuðu Evrópuævintýrið með látum og unnu glæsilegan 4-0 sigur á Etzella í Lúxemborg.  Hörður Sveinsson gerði sér lítið fyrir og skoraði öll mörk leiksins og áframhaldandi þátttaka í keppninni ætti að vera nokkuð trygg.

Okkar menn voru mun sterkari í leiknum og leiddu 1-0 í hálfleik eftir að Hörður skoraði í upphafi leiksins.  Heimamenn höfðu þó verið meira með boltann og sótt nokkuð upp kantana.  Í hálfleik var uppstillingunni breytt, í stað 1-2-1 uppstillingar á miðjunni var breytt í hefðbundið 4-4-2 og köntunum þannig lokað.  Vörn Etzella var flöt og hæg og því var lögð áhersla á það í seinni hálfleiknum að senda boltann inn fyrir vörnina og nýta hraða framherjanna.  Hörður nýtti sér það út í æsar og bætti við þremur mörkum í seinni hálfleiknum; með smáheppni hefði hann getað skorað enn fleiri mörk.  Annars var allt liðið að leika vel og menn létu rúmlega 30 stiga hita ekki hafa áhrif á sig og kláruðu leikinn með glæsibrag.

Ettelbrück, 14. júlí 2005
FC Etzella 0
Keflavík 4 (Hörður Sveinsson 10., 60., 75., 86.)

Keflavík (4-4-2):
Ómar Jóhannsson - Issa Abdulkadir, Michael Johansson, Baldur Sigurðsson, Guðjón Antoníusson - Hólmar Örn Rúnarsson (Bjarni Sæmundsson), Jónas Guðni Sævarsson, Gestur Gylfason, Gunnar Hilmar Kristinsson (Stefán Örn Arnarson) - Hörður Sveinsson (Ólafur Jón Jónsson), Guðmundur Steinarsson
Varamenn: Magnús Þormar, Ásgrímur Albertsson, Einar Orri Einarsson, Atli Rúnar Hólmbergsson


Hörður í baráttunni gegn FH á dögunum.
(Mynd: Eygló Eyjólfsdóttir)