Fjölgun í hópnum
Eins og knattspyrnuáhugamenn vita er búið að opna fyrir félagaskipti og verður hinn svokallaði félagaskiptagluggi opinn 15.-31. júlí. Keflavík brást skjótt við og hefur þegar fjölgað um einn í hópnum í meistaraflokki karla. Það er okkur sönn ánægja að segja frá því að Guðjón Árni Antoníusson og unnusta hans, Finna Pálmadóttir, eignuðust stúlku kl. 4:42 í morgun. Sú stutta var 3660 gr. og 53 cm. og heilsast vel eins og móður hennar. Við óskum Guðjóni og Finnu innilega til hamingju.
Það hefur mikið gengið á hjá Guðjóni að undanförnu og hér er kappinn í bikarleiknum gegn FH á dögunum.
(Mynd: Eygló Eyjólfsdóttir)