Fjölni dæmdur sigur
KSÍ hefur staðfest að Keflavík tefldi fram ólöglegum leikmanni gegn Fjölni í Lengjubikarnum þann 4. apríl. Leiknum lauk með 3-3 jafntefli en Fjölni hefur nú verið dæmdur 3-0 sigur. Guðmundur Steinarsson hafði fengið þrjú gul spjöld í keppninni og átti því að vera í leikbanni en tók þátt í leiknum. Þess má geta að í Landsbankadeildinni og VISA-bikarnum sendir KSÍ félögum tilkynningu um leikbönn leikmanna en í deildarbikarnum sjá félög sjálf um að fylgjast með spjöldum og leikbönnum. Í þetta skipti yfirsást forráðamönnum Keflavíkurliðsins að Guðmundur var ólöglegur gegn Fjölni og þar var einfaldlega um mannleg mistök að ræða. Knattspyrnudeild harmar þessi mistök og þykir rétt að biðja stuðningsmenn afsökunar á þeim.