Fréttir

Knattspyrna | 15. júní 2008

Fjölnir í heimsókn

Keflavík tekur á móti Fjölni í Landsbankadeild kvenna n.k. mánudag 16. júni, kl. 19:15, á  Sparisjóðsvellinum. Leikurinn er í boði Vatnsafls, pípulagnaþjónustu og færum við þeim bestu þakkir fyrir þeirra stuðning.

Hvetjum við alla til að koma og styðja stelpurnar okkar í efstu deild.

Keflavíkurstúlkur töpuðu fyrir liði HK/Víkings í Víkinni s.l. fimmtudag 4-1. Mark Keflavíkur gerði Vesna Smiljkovic með góðu skoti á 10. mínútu. Eftir markið dróg af liði Keflavíkur og HK/Víkingur gekk á lagið og skoraði 3 mörk með miklum langskotum og eitt eftir að hafa komist inn fyrir vörn Keflavíkur.