Fréttir

Knattspyrna | 20. júní 2009

Fjölnis-leikurinn hjá Sportmönnum

Sælir Sportmenn,

Þá eru 7 umferðir búnar af Pepsí-deildinni og okkar menn í 6. sæti með 11 stig.  Liðið hefur eitthvað verið að glíma við meiðsli í síðustu leikjum og því er stuðningur áhorfenda mikilvægari en ella.  Næsti leikur er gegn Fjölnismönnum sem eru í 11. sæti með 4 stig og duttu úr bikarnum í síðustu umferð.  Það er því ljóst að þeir mæta dýrvitlausir til leiks og ætla sér örugglega sigur.  Líkt og venjulega þá hittumst við fyrir leik og opnar húsið (íþróttavallarhúsið við Hringbraut) kl. 18:00.  Líkt og venjulega þá mun fyrrverandi leikmaður Keflavíkur velja sitt Draumalið.  Að þessu sinni er það enginn annar er Gísli Eyjólfsson sem er einn af stofnendum Sportmanna og fyrrverandi formaður.  Hér að neðan eru þau lið sem hafa verið valin en það er ljóst að það er mikill fjölbreytileiki í þeim liðum.  

Við ætlum að bæta við einu atriði fyrir leikinn á morgun en þá munum við henda fram einni spurningu sem viðkemur sögu Keflavíkur í fótbolta.  Það er spurningasemjarinn Kristinn Guðbrandsson sem mun semja spurningarnar og ljóst að við komum ekki að tómum kofanum þar.  Kiddi þykir mjög líkur Stefáni Pálssyni og margir sem telja þá bræður enda eru þeir mjög fróðir um hina ýmsu hluti.  Þessi leikur verður með því móti að við köstum spurningunni fram á fundinum og geta menn keypt sér svarblað á kr. 500.  Hægt er að kaupa fleiri en eitt svarblað og fara menn því bara oftar í pottinn.  Þeir sem eru með rétt svör verða svo dregnir út.  Sá sem vinnur fær 30% af pottinum en restin rennur til Keflavíkur.  Vona að sem flestir taki þátt í þessari tilraun okkar.  

Hér að neðan eru svo Draumalið þeirra sem hafa kynnt sín lið.  Ljóst að það þarf að fara að velja einhverja aðra til að velja þessi lið enda sést nafn formannsins hvergi :-)

Draumalið Jóns Óla (4-3-3)

Þorsteinn Ólafsson
Ástráður Einar G. Guðni Maggi. H.
Grétar Magg
Gísli T. Magnús T.
Óli Júll Karl. H
Steinar
  
Þjálfari: Joe Hooley
Aðstoðarþjálfari: Hólmbert
Varamenn: Jón Jóhanns.
Högni Gunnlaugs
Hólmbert
Steini Bjarna
Sigurður Alberts
Einar Magg
Rúnni Júll



Draumalið Halla Guðm (4-3-3)

Ómar Jóhannsson
Guðjón A. Stefán G. Halli Guðm Hjálmar Jóns
Gunni Odds (F)
Hólmar Örn Zoran
Haukur Ingi Scott Ramasy
Þórarinn Kristjáns
   
Þjálfari: Jankovic
Aðstoðarþjálfari: Raggi Steinars
Varamenn: Maggi Þorsteins
Gummi Steinars
Jónas Guðni
Hörður Sveins
Gestur Gylfa
Kiddi G.



Draumalið Jóa Magg (4-3-3)

Steini Bjarna
Raggi St. Valþór Kiddi G. Gestur G.
Siggi Björgvins
Gunni Odds Jói
Marco
Óli Þór Raggi M.
   
Þjálfari: Hólmbert
Stjórnarmenn: Jói og Biggi
Nuddari: Neville Young
Varamenn: Jón Örvar
Kjarri Einars
Gísli Eyjólfs
Einar Ásbjörn
Siffi Sveins
Ingvar Guðmundsson