Fréttir

Knattspyrna | 23. júní 2008

Fjölnisleikurinn hjá Sportmönnum

Mánudaginn 23. júní fer fram næsti leikur okkar í Landsbankadeildinni og er það heimaleikur, m.ö.o. leikið á Sparisjóðsvellinum í Keflavík. Viðureign okkar er að þessu sinni við hið spræka lið, Fjölni, og eins gott að vera á tánum eða öllu heldur fara upp á tærnar miðað við frammistöðuna í síðustu tveimur leikjum þótt sigrar hafi unnist. Leikurinn hefst kl. 19:15 - mæting hjá okkur í vallarhúsinu við Hringbraut kl. 18:15 í veitingar og spjall.

Gestir okkar að þessu sinni eru Ásgeir Heimir Guðmundsson, formaður knattspyrnudeildar Fjölnis, og Kári Arnórsson varaformaður. Þeir munu fræða okkur um félag sitt og svara fyrirspurnum.

Kristjánshornið verður á sínum stað að venju.

Vinsamlegast fjölmennið og mætið tímanlega því nú ríður á að standa sig. Og ekki gleyma að setja 500-kallinn í krúsina þið sem njótið veitinganna !!!

Kær kveðja frá stjórn Sportmanna.