Fréttir

Knattspyrna | 7. júní 2006

Fjölskylduklúbburinn

Á morgun fimmtudaginn 8. júní etja Keflvíkingar kappi við Skagamenn.  Leikurinn hefst kl.19:15.

Fjölskylduklúbburinn ætlar að gefa þeim sem eru meðlimir í klúbbnum "Keflavíkurklöppur".

Í hálfleik verður boðið upp á kaffi og kökur sem verða í boði Sigurjóns bakara og einnig verður happdrætti þar sem dregnir verða út vinningar í boði Olís, en þessi leikur er einmitt Olísleikurinn.

Endilega mætum nú öll og hvetjum Keflavíkurliðið til sigurs gegn stigalausum strákunum hans Óla Þórðar. 

ÁFRAM KEFLAVÍK