Fjölskylduklúbburinn
Næsti leikur er gegn FH-ingum sunnudaginn 20. ágúst kl.18:00. Það er nauðsynlegt fyrir strákana okkar að landa sigri í þessum leik og tryggja liðinu gott sæti í efri hluta deildarinnar. Þar á Keflavíkurliðið heima. Í hálfleik verður börnum í Fjölskylduklúbbnum og öðrum börnum boðið á mótorhjólarúnt með félögum úr Bifhjólaklúbbnum Ernir. Í hálfleik verða einnig pizzur fyrir meðlimi Fjölskylduklúbbsins.
Fjölskylduklúbburinn hvetur alla til að mæta og hvetja Keflvíkinga til sigurs.
ÁFRAM KEFLAVÍK