Fréttir

Knattspyrna | 16. júní 2005

Fjölskylduklúbburinn í sund og á leik

Leikur Keflavíkur og Fylkis 23. júní n.k. verður eins og aðrir leikir fjölskylduskemmtun í besta lagi.  Fjölskylduklúbbur Keflavíkur bíður öllum meðlimum klúbbsins í sund fyrir leik.  Í hálfleik verður boðið upp á kaffi og ís í suðurenda Íþróttahússins við Sunnubraut.  Við hvetjum fólk til að skrá sig í klúbbinn og ræða við forsvarsmenn- og konur hans um kostnaðinn við að ganga í klúbbinn en verðið er lægra nú vegna þess að þrír heimaleikir eru þegar búnir.  Aðalfjörið er þó eftir, að fara fjölskylduferð í Húsdýragarðinn eða eithvað álíka síðar í sumar.  Allir fá Keflavíkurbol og á hverjum heimaleik er eithvað skemmtilegt um að vera.  Takið þátt öll fjölskyldan.