Fréttir

Knattspyrna | 26. desember 2006

Fjör á JÓLAGLEÐI yngri flokka!

Hin árlega jólagleði yngri flokka Keflavíkur í knattspyrnu fór fram í Reykjaneshöll miðvikudaginn 20. desember s.l.  Á þessum degi mæta piltar og stúlkur úr 5. og 6. flokki og keppa í óhefðbundnu knattspyrnumóti.  Um 80 krakkar mættu til leiks og var þeim skipt í lið af handahófi og var liðum skipt upp á nýtt eftir hverja umferð.  Leikmenn liðanna fengu svo stig eftir úrslitum og markaskorun í leikjunum og í lok dag var svo stigahæsti einstaklingurinn verðlaunaður.  Það hefur skapast hefð fyrir því hjá krökkunum að mæta í skemmtilegum og litríkum búningum til að auka stemmninguna, einnig er mikið gert úr því að hafa hárið á sér sem skrautlegast.

Fyrir unga knattspyrnumenn er fátt skemmtilegra en að hitta fyrirmyndirnar og hetjurnar sínar, hvað þá að fá að spila fótbolta með þeim.  Nokkrir af leikmönnum meistaraflokks Keflavíkur ásamt fyrrverandi leikmönnum (atvinnumenn erlendis í dag) mættu í Höllina og spiluðu með upprennandi snillingum.  Þeir sem mættu og spiluðu voru: Baldur Sigurðsson, Guðjón Árni Antoníusson, Jónas Guðni Sævarsson, Björg Ásta Þórðardóttir, Guðný P. Þórðardóttir, Haraldur Guðmundsson (Aalesund), Hólmar Örn Rúnarsson (Silkeborg), Hörður Sveinsson (Silkeborg) og Jóhann Birnir Guðmundsson (GAIS).  Þessir leikmenn eiga mikið lof skilið og er þeim þakkað sérstaklega vel fyrir framlag þeirra til keflvískrar knattspyrnuæsku. 

Að leikjunum lokið var farið í vítaspyrnukeppni en þar voru leikmenn meistaraflokks í marki og sýndu góð tilþrif í nýrri leikstöðu!  Pizzuveisla frá Langbest og verðlaunaafhending var svo lokapunktur dagsins og fóru allir heim glaðir og sælir í jólafrí.

Verðlaunahafar dagsins voru eftirtaldir:
Stigahæsti pilturinn:
1. sæti  Elías Már Ómarsson, 92 stig
2. sæti  Friðrik Daði Bjarnason, 79 stig
3. sæti  Ívar Gauti Guðlaugsson, 78 stig
4. sæti  Bjarni Fannar Bjarnason, 74 stig
5. sæti  Tómas Óskarsson, 70 stig

Stigahæsta stúlkan:
1. sæti  Una Árnadóttir, 92 stig
2. sæti  Dominika Wróblewska, 70 stig
3. sæti  Hafdís Gunnarsdóttir, 67 stig
4. sæti  Anna Berglind Smáradóttir, 58 stig
5. sæti  Hafdís Lind Magnúsdóttir, 56 stig

Vítakóngur:
Eyþór Ingi Guðjónsson

Vítadrottning:
Dominika Wróblewska

Flippaðasta hárið:  Reynir Þór Reynisson
Flottasta hárið:  Sindri Ólafsson
Athyglisverðasta hárið:  Adam Sigurðsson

Flippaðasti búningurinn:  Ási Skagfjörð Þórhallsson
Flottasti búningurinn:  Karen Friðriksdóttir
Athyglisverðasti búningurinn:  Arnar Már Örlygsson

Auk þessa voru veitt fjöldi aukaverðlauna. 

Í verðlaun voru flugeldar frá K-Flugeldum,  pizzuveislur frá Langbest, Keflavíkurbolir o.fl.

Hér að neðan má svo sjá myndir frá Jólagleðinni sem framkvædastjóri Keflavíkur, Jón Örvar Arason, tók.

GLEÐILEG JÓL
Gunnar Magnús Jónsson

 


Hver vill vera á mynd með Jónasi?  Jónas umvafinn æstum aðdáendum!


Stigahæstu piltarnir, frá vinstri: Friðrik Daði Bjarnason, Ívar Gauti Guðlaugsson og Elías Már Ómarsson.


Stigahæstu stúlkurnar frá vinstri: Dominika Wróblewska, Una Árnadóttir og Hafdís Gunnarsdóttir.


Vítaskyttur dagsins. Dominika vítadrottning.  Piltarnir fjórir sem komust í úrslit í vítakeppninni,
frá vinstri: Aron, Marvin, Eyþór VITAKÓNGUR og Birkir.

>
Búningaverðlaunin, frá vinstri: Karen Friðriksdóttir (flottasti búningurinn), Ási Skagfjörð Þórhallsson
(flippaðasti búningurinn) og Arnar Már Örlygsson (athyglisverðasti búningurinn).


Hárgreiðsluverðlaunin, frá vinstri: Sindri Ólafsson (flottasta hárið), Adam Sigurðsson
(athyglisverðasta hárið) og Reynir Þór Reynisson (flippaðasta hárið).


Það var dreginn út mikill fjöldi aukaverðlauna, verðlaunahafana má sjá á þessari mynd.


Dómnefndin að störfum.  Það var mjög erfitt að velja búninga- og hárverðlaunin.


Framtíðin ásamt Björgu og Guðnýju.


Topplið með Guðjón Árna innanborðs.


Glæsileg og efnileg börn.


.....og ekki eru þessir drengir síðri.


Jólasveinninn mætti á svæðið!


Feðgarnir Jóhann Birnir og Davíð Snær mættu á jólagleðina og sýndu mikla knattspyrnutakta.


Baldur og Bói létu sig að sjálfsögðu ekki vanta í Höllina.


Tvö atorkusöm! Gunna og Jónas.


Foreldrar fjölmenntu í Höllina, hér má sjá nokkra þeirra.


Líf og fjör á vellinum.


Það er betra að vera vel til fara á knattspyrnuvellinum!


Í lok dags fengu svo allir pizzu frá LANGBEST.