Fjör hjá 7. flokki!
Það var boðið upp á fjörugan leik á Njarðvíkurvelli þegar 7. flokkar Keflavíkur og Njarðvíkur mættust þar að morgni 17. júní. Lokatölurnar urðu 4-4 í skemmtilegum leik og létu piltarnir vind og kulda ekki hafa nein áhrif á sig en léku af krafti. Eftir leikinn fengu svo allir verðlaunapening og fóru glaðir heim.