Fréttir

Knattspyrna | 20. september 2005

Fjórar valdar í U-17 ára úrtak

Fjórar stúlkur frá Keflavík hafa verið valdar í æfingahóp U-17 ára stúlknalandslið Íslands.  Þær eru Helena Rós Þórólfsdóttir, Eva Kristinsdóttir, Birna Marín Aðalsteinsdóttir og Karen Sævarsdóttir.  Þessar stúlkur hafa undirstrikað góða frammistöðu í sumar með þessu vali.  Það er alltaf gaman þegar okkar fulltrúar eru valdir í landsliðshópa.  Þá er Einar Orri Einarsson einnig í U-17 drengjaliðinu og Ólafur Jón Jónsson í U-19 ára hópnum.  Í  U-21 liðinu eru Jónas Guðni Sævarsson, Magnús Kristinsson Þormar og Hörður Sveinsson.  Við erum sannarlega rík af hæfileikafólki á knattspyrnuvellinum sem gefur okkur fullt tilefni til að vera bjartsýn á framtíðina hér hjá Keflavík. ási


Helena Rós, Eva, Birna og Karen taka þátt í æfingum U-17 ára landsliðsins.