Fréttir

Knattspyrna | 7. maí 2010

Fjórða sætið út um allt

Spá forráðamanna liðanna í Pepsi-deildunum var opinberuð á kynningarfundi í Háskólabíói í gær.  Keflavík er þar spáð 4. sæti.  Þetta er í takt við aðrar spár en sérfræðingar fótbolta.net, Stöðvar 2 og Fréttablaðsins spá okkar liði einnig þessu sæti.  Almennt eru menn sammála um að KR, FH, Breiðablik og Keflavík verði í efstu sætunum.  Það þarf varla að taka fram að þetta eru spár og úrslitin ráðast á vellinum.  Síðustu tvö ár hafa spámenn t.d. ekki haft rétt fyrir sér varðandi Keflavíkurliðið; í fyrra varð liðið í 6. sæti eftir að hafa verið spáð einu af toppsætunum en árið 2008 lukum við keppni í öðru sæti eftir að flestir höfðu reiknað með liðinu um eða fyrir neðan miðja deild.  En að lokum er það undir strákunum og okkur öllum komið hvernig gengur í sumar.