Fjórði pistill frá Spáni - Öskrið
Oliva Nova á Spáni, dagur fimm
Æfing í morgun og vel tekið á því í steikjandi hita hér á Oliva Nova á velli númer uno. Hörður og Jóhann Birnir á skokkinu á meðan hinir púluðu. Rajko tekur markmennina svo mikið í gegn að maður þorir ekki einu sinni að líta í áttina til þeirra. Fréttin frá því í gær um að gamlir hefðu unnið skallatennisinn er rétt. Þeir gömlu unnu alla leiki sína og þeir ungu sáu ekki til sólar... og gömlu unnu þar sinn fyrsta sigur. En þeir gömlu voru slegnir á jörðina í morgun af frískum ungum mönnum sem unnu leikinn sannfærandi og munaði miklu um góðan leik Árna Freys í marki Kjúklinganna.
Mikið var ég sáttur þegar Liverpool vann Benfica í gær. Það hefur ekki skeð oft að maður sjái þessa drengi skælbrosandi og bera höfuðið hátt þegar þessi annars ágæti klúbbur á í hlut.
FIFA2010 er á fullu hérna og heyrast öskrin úr herbergjunum langt fram á gang og aumingja herbergisþernunar eru farnar að mæta með eyrnatappa við vinnu sína. Félagarnir Siggi og Garðar eru komnir í undanúrslit.
Eini maðurinn sem þarf að láta tjasla sér saman í ferðinni er ég. Fann fyrir miklum sárauka í vinstri löpp og hásin að stríða mér að mati Fals sjúkra. Er í nuddi og rafmagni og pillutökum hjá Fal sjúkra sem nuddaði löppina svo fast að öskrið sem ég gat látið frá mér komu fram á skjálftamælum á Benidorm. Fantur þessi Falur. Dói vorkennir mér ekkert og segir að ég sé ekkert annað en Ferða-Bæklingur.
Siggi frændi er snillingur. Reddaði myndunum mínum í sína tölvu og ætlar svo að henda þeim í mína og þá get ég farið að senda myndir á heimasíðuna.
Seinni æfingin góð, æft vel og spilað mikið. Strákarnir ferskir þrátt fyrir mikla keyrslu. Þetta var sjöunda æfingin + einn leikur síðan á mánudag. Enn og aftur vinna ungir og þetta er ekki orðin frétt lengur. Eftir æfingu var farið í kalda laugina í kælingu.
Eftir kvöldmat mun hópurinn fara í spurningakeppni. Félagarnir Guðmundur og Guðjón hafa samið spurningar. Þrír hópar munu mætast; ungir, gamlir og liðstjórn. Spennandi kvöld framundan...
Kær kveðja,
Carlos þriðji
Byrjunarliðið gegn Denia.
Hópurinn. Fyrir utan Jóa sem var á hlaupabrettinu...
...og hér er hann. Muna að hafa hann með á næstu mynd.
Félagarnir Siggi og Garðar að störfum.