Fréttir

Knattspyrna | 10. maí 2008

Fjörið að byrja - allir á völlinn

Þá er komið að stóra deginum og Landsbankadeild karla hefst með heilli umferð í dag.  Eftir langt og strangt undirbúningstímabil tekur alvara lífsins við og í fyrsta sinn hefja tólf lið keppni í deildinni.  Okkar menn ráðast ekki á garðinn þar sem hann er lægstur og taka á móti Valsmönnum á Sparisjóðsvellinum kl. 16:15.  Íslandsmeisturunum er spáð sigri í deildinni í ár en Keflavíkurliðinu 8. sæti.  Það hefur þó ekki farið framhjá neinum að okkar liði hefur borist mikill liðsauki í vikunni og þrír sterkir leikmenn hafa bæst í hópinn.  Það lítur því út fyrir spennandi og skemmtilegan leik í dag og ekkert annað að gera en að drífa sig á völlinn og byrja knattspyrnusumarið með stæl.

Áfram Keflavík!


Leikmenn Keflavíkurliðsins.


Valsmenn mættu alla leið til Tyrklands til að skoða Keflavíkurliðið.


„Mennirnir á bak við tjöldin“, Falur sjúkraþjálfari og Jón Örvar liðsstjóri.  Jón Örvar fékk rauða
spjaldið í leik þessara liða í fyrra og veðbankar telja ekki ólíklegt að hann endurtaki leikinn í dag.


Kristján í Tyrklandi með tveimur af yngstu leikmönnum liðsins, Sigurbergi og Bessa.


Þetta fólk hefur haft nóg að gera við að gera allt klárt fyrir mót.
Friðrik framkvæmdastjóri og stjórnarfólkið Jón, Ólafur, Steini og Hjördís.


The coaching staff.  Falur sjúkra, Kristján þjálfi og Rajko markmanns.