Fjórir framlengja
Fjórir leikmenn Keflavíkur framlengdu í vikunni samninga sína við félagið. Þetta eru þeir Guðjón Antoníusson, Ómar Jóhannsson, Alen Sutej og Sigurbergur Elisson. Þetta er mikill styrkur fyrir liðið enda eru þetta öflugir leikmenn sem hafa ákveðið að dvelja áfram í okkar herbúðum. Keflavík er þar með búið að ganga frá samningum við alla þá leikmenn sem verða áfram hjá félaginu.
Þorsteinn formaður, Sigurbergur, Ómar, Guðjón og Alen.
(Mynd: Ellert Grétarsson / Víkurfréttir)