Fjórir í U-21 árs úrtaki
Fjórir leikmenn Keflavíkur eru í 36 manna úrtaki U-21 árs landsliðs karla sem Lúkas Kostic hefur valið en hópurinn mun æfa um helgina. Fulltrúar okkar í hópnum eru þeir Magnús Þormar, Baldur Sigurðsson, Ingvi Rafn Guðmundsson og Gunnar Hilmar Kristinsson. Þeir Baldur og Gunnar eru í fyrsta skipti með U-21 árs landsliðinu en þess ber að geta að Gunnar Hilmar hefur ákveðið að leita á önnur mið næsta sumar þó hann sé enn leikmaður Keflavíkur. Við óskum fjórmenningunum góðs gengis í þessu verkefni.
Baldur verður í fyrsta skipti með U-21 árs landsliðinu og stendur
sig væntanlega vel eins og í þessu viðtali eftir Evrópuleikinn í Frankfurt.
(Mynd: Jón Örvar Arason)