Fréttir

Knattspyrna | 12. ágúst 2004

Fjórir Keflvíkingar í U-16 úrtökuhóp KSÍ

Um helgina fer úrtökumót KSÍ fram á Laugarvatni.  Á úrtökumótinu eru kallaðir saman efnilegustu knattspyrnumenn landsins fæddir 1989, þ.e. á yngra ári í 3ja flokki.  Fjórir leikmenn Keflavíkur eru boðaðir og er einungis eitt félag sem hefur fleiri leikmenn en Keflavík.  Leikmennirnir sem valdir voru til æfinga eru Björgvin Magnússon, Einar Orri Einarsson, Natan Freyr Guðmundsson og Viktor Guðnason.  Val þetta sýnir að mikil æfing og metnaður skilar árangri og þegar árangur næst þá er tekið eftir því.  Við efumst ekki um að þessir leikmenn eiga eftir að spjara sig vel í hópi þeirra bestu og eiga eftir að vera sjálfum sér og Keflavík til sóma.  Til hamingju.