Fréttir

Fjórtán fengu silfurmerki
Knattspyrna | 29. maí 2015

Fjórtán fengu silfurmerki

Knattspyrnudeild Keflavíkur hefur undanfarin ár veitt þeim sem hafa starfað fyrir deildina og leikið fyrir félagið heiðursmerki deildarinnar.  Í reglum um heiðursmerkin kemur fram að þeir sem hafa leikið 100 leiki fyrir meistaraflokk á Íslandsmóti skuli fá silfurmerki Knattspyrnudeildar.  Í vetur fengu leikmenn liðsins sem hafa náð þessum áfanga silfurmerki og fyrir heimaleikinn gegn Breiðabliki bættist fríður hópur fyrrverandi leikmanna í hópinn.  Merkin voru afhent í félagsheimilinu þar sem stuðningsmenn hittast fyrir heimaleiki en það var Þorsteinn Magnússon, formaður Knattspyrnudeildar, sem afhenti silfurmerkin. 

Alls fengu fjórtán kappar viðurkenningu að þessu sinni en það voru Einar Ásbjörn Ólafsson, Georg Birgisson, Gunnar Oddsson, Ingvar Á. Guðmundsson, Jóhann B. Magnússon, Karl Finnbogason, Kjartan Einarsson, Kristinn Guðbrandsson, Óskar Færseth, Ragnar Steinarsson, Rúnar Georgsson, Sigurjón Sveinsson, Zoran Daníel Ljubicic og Þorsteinn Bjarnason.  Þess má geta að þeir Þórarinn Kristjánsson  og Marko Tanasic hafa einnig náð 100 leikja áfanganum en þeir eru báðir búsettir í Noregi og gátu því ekki mætt að þessu sinni en fá sín merki afhent síðar.

Við óskum þessum ágætu mönnum til hamingju með viðurkenninguna og þökkum þeim fyrir samveruna við þessa skemmtilegu athöfn.

Hér má sjá myndir frá afhendingu silfurmerkjanna.