Fréttir

Knattspyrna | 4. apríl 2007

Fjörugt jafntefli gegn Fjölnismönnum

Keflavík og Fjölnir gerðu 3-3 jafntefli í Lengjubikarnum í kvöld en leikið var í Reykjaneshöllinni.  Okkar menn voru sterkari lengst af og voru meira með boltann en gestirnir áttu góða spretti.  Þeir náðu foyrstunni þegar Davíð Þór Rúnarsson skoraði en Símun jafnaði og staðan í hálfleik var 1-1.  Um miðjan seinni hálfleíkinn kom Guðjón Árni Keflavík yfir og stuttu seinna skoraði Hallgrímur eftir fyrirgjöf frá Guðmundi Steinars.  Staðan orðin 3-1 og sigurinn virtist í höfn.  Það töldu okkar menn greinilega en Fjölnismenn voru á öðru máli.  Á síðustu mínútum leiksins skoruðu þeir tvisvar og í bæði skiptin var Pétur Markan á ferðinni með góð mörk eftir vel útfærðar skyndisóknir.  Keflavík hefur þar með leikið alla sína leiki leiki í 2 riðli Lengjubikarsins og hlotið 11 stig í leikjunum sjö.  Það á eftir að koma í ljós hvort það nægir liðinu til að komast í úrslitakeppnina en ÍBV á tvo leiki eftir og getur komist upp fyrir Keflavík.  Fjölnismenn hafa 3 stig eftir sex leiki í riðlinum.

Keflavík: Ómar - Guðjón, Óttar (Hilmar), Nicolai, Branco - Baldur, Marco (Sigurbjörn), Jónas, Hallgrímur - Guðmundur (Davíð), Símun (Högni).
Varamenn: Einar Orri, Ragnar.