Fleiri myndir frá lokahófi yngri flokka
Hér koma fleiri myndir af verðlaunahöfum úr yngri flokkum pilta frá lokahófi yngri flokka sem haldið var á dögunum.

Björgvin Magnússon leikmaður ársins og jafnframt markakóngur hjá 4. flokki.
Björgvin gerði 14 mörk í sumar.
Sigfús Árnason (Sigfússonar) fékk viðurkenningu sem "Besti félaginn" í
4. flokki yngri.

Þröstur Jóhannsson (bróðir Kristjáns í meistaraflokki) fékk
viðurkenningu sem "Besti félaginn" í 4. flokki eldri.

Jóhann Ingi Sævarsson (bróðir Jónasar í meistaraflokk) var útnefndur
leikmaður ársins hjá 3. flokki.

Pétur Karl Ingólfsson fékk viðurkenningu sem "Besti félaginn" í 3. flokki.
