Fréttir

Knattspyrna | 20. nóvember 2003

Flestir vilja 2-3 leikmenn

Í könnun sem verið hefur í gangi á heimasíðunni undanfarna viku var spurt hve marga leikmenn Keflavík ætti að fá til að styrkja leikmannahópinn fyrir næsta keppnistímabil.  Alls tóku um 120 manns þátt í könnuninni og voru flestir á því að okkur vanti 2-3 leikmenn fyrir næsta sumar.  Af þeim sem tóku þátt vildu 37% fá 2 leikmenn en 22% vildu bæta við 3 leikmönnum en þetta eru um 60% þátttakenda.  Um 15% vildu ekki bæta við leikmanni, önnur 15% vildu fá hvorki fleiri né færri en 4 nýja leikmenn og 12% töldu rétt að bæta við einum leikmanni.  Þessar niðurstöður eru svo sannarlega fróðlegar og þökkum við þeim sem tóku þátt fyrir þeirra framlag.