Fljúgandi start hjá stelpunum okkar
Meistaraflokkur kvenna fer vel af stað í 1.deildinni og eru komnir þrír sigrar í röð og markatalan orðin 22-2. Stelpurnar mættu liði HK/Víkings á Kópavogsvellinum á mánudagskvöldið og sigruðu þær 0-5 í glæsilegum leik. Keflavík var mun betra og sóttu stíft að marki HK/Víkings og uppskáru fimm góð mörk. HK/Víkingur átti sínar sóknir sem strönduðu á góðum markverði Keflvíkinga, Margréti Ingþórsdóttur og einu sinni bjargaði Sigríður Sigurðardóttir glæsilega á línu með skalla. Mörkin hjá stelpunum skoruð þær Nína Ósk Kristinsdóttir tvö mörk, og Guðný Petrína Þórðardóttir, Agnes Helgadóttir og Karítas S. Ingimarsdóttir með eitt mark hver.
Töluvert var af áhorfendum í Kópavoginum og þar með sem studdi Keflavík.
Óhætt er að segja að byrjunin lofi góðu og trónum við á toppnum þar sem ætlunin er að vera.
Áfram Keflavíkurstelpur.
Bolvíkingurinn í Keflavíkurliðinu, Karitas S. Ingimarsdóttir, skoraði eitt mark gegn HK/Víking.