Flott herrakvöld
Herrakvöld Knattspyrnudeildar Keflavíkur var haldið í hinum glæsilega Oddfellowsal síðastliðið laugardagskvöld. Að venju var margt um manninn og menn skemmtu sér vel. Rúnar Hannah og félagar í Breiðbandinu sáu um veislustjórn og stóðu sig alveg frábærlega.
Meistarakokkurinn Örn Garðarsson sá um matinn og tókst honum vel upp eins og endranær, enda rann maturinn ljúft niður. Pétur Blöndal var ræðumaður kvöldsins og leynigesturinn enginn annar en Ragnar Bjarnason söngvari. Happadrættið og málverkauppboðið voru á sínum stað.
Kvöldið tókst með miklum ágætum og er Einari Aðalbjörns og félögum til mikils sóma.
Myndir: Jón Örvar
Rúnar Hannah veislustjóri.
Breiðbandið í öllu sínu veldi.
Veisluföngin runnu ljúflega niður.
Pétur Blöndal flutti ræðu kvöldins.
Leynigesturinn og gleðigjafinn Ragnar Bjarnason.
Breiðbandið tók undir með Ragga Bjarna.
Hinn eini sanni...
Einar Aðalbjörns og Rúnar ræða málin.
Þessir tóku lagið...
...og þessir líka.
En þessir sungu ekki, viðstöddum til mikillar...