Fréttir

Knattspyrna | 28. desember 2004

Flugeldasala Keflavíkur

Knatspyrnudeild Keflavíkur er með flugeldasölu að Iðavöllum 7, 16. árið í röð.  Mikið úrval af flugeldum er í boði á mjög hagstæðu verði.  Flugeldasalan er opin frá kl. 10:00 til 22:00 nema gamlársdag frá kl. 10:00 til 16:00.  Við hvetjum alla stuðningsmenn Keflavíkur til að styðja gott málefni og taka þátt í uppbyggingu knattspyrnunnar í Reykjanesbæ með því að kaupa flugelda af deildinni.  Undanfarna áratugi hafa tveir aðilar verið á flugeldamarkaði í Reykjanesbæ, þ.e.a.s. Knattspyrnudeild Keflavíkur og Björgunarsveitin Suðurnes.  Þessir aðilar eru að vinna að mannræktar- og mannúðarmálum sem skila sér beint til samfélagsins á einn eða annan hátt.  Knattspyrnudeildin með öflugu unglingastarfi og Björgunarsveitirnar með aðstoð við samborgara á hættustundum.  Við hvetjum alla til að styðja þessa aðila og sniðganga einkaaðila sem eru að reyna að hasla sér völl á litlum markaði sem skiptir þá sem fyrir voru miklu.

Knattspyrnudeild Keflavíkur sendir öllum stuðningsmönum sínum, Suðurnesjamönnum og Keflvíkingum bestu óskir um farsælt komandi ár og þakkir fyrir ómetanlegan stuðning á liðnu bikarári.

Ásmundur Friðriksson 


Myndir: Jón Örvar Arason


Nóg að gera í flugeldasölunni.


Grétar Óla og Ási hressir að vanda.