Fréttir

Knattspyrna | 28. desember 2005

Flugeldasala Knattspyrnudeildar

Knattspyrnudeild Keflavíkur opnar flugeldasölu sína að Iðavöllum 7 í dag miðvikudag kl. 10:00.  Opið verður miðvikudag, fimmtudag og föstudag kl. 10:00 til kl. 22:00.  Á gamlársdag verður opið kl. 10:00 til 16:00.  Knattspyrnudeildin hvetur stuðningsmenn Keflavíkur til að styrkja starfsemi deildarinnar með því að versla af henni flugelda á sanngjörnu verði.  Rekstur deildarinnar þarf mjög á því að halda að flugeldasalan gangi vel.  Mjög vel hefur verið staðið að öllum undirbúningi flugeldasölunnar undir dyggri stjórn Ólafs Birgis Bjarnasonar, yfirsprengjufræðings Knattspyrnudeildar.


Það var mikið keypt í flugeldasölunni á síðasta ári.