Flugeldasala Knattspyrnudeildar
Við minnum á flugeldasölu Knattspyrnudeildar Keflavíkur sem er að Iðavöllum 7 (rétt hjá Húsasmiðjunni). Þar er boðið upp á fjölbreytt úrval af flugeldum þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Flugeldasalan er opin á laugardag og sunnudag kl. 10:00 - 22:00 og síðan á gamlársdag kl. 10:00 - 16:00.
Komið og styðjið starf Knattspyrnudeildarinnar.
Áfram Keflavík.