Fréttir

Knattspyrna | 5. janúar 2010

Flugeldasalan enn opin og 20% afsláttur

Þó að nýtt ár sé gengið í garð er flugeldavertíðinni ekki alveg lokið.  Þrettándinn er auðvitað eftir og því er flugeldasala Keflavíkur enn í fullum gangi.  Flugeldasalan að Iðavöllum 7 verður opin á þriðjudag og miðvikudag kl. 17:00-20:00.  Nú á allt að seljast og þess vegna er veittur 20% afsláttur af öllum vörum.  Við hvetjum fólk til að líta við og gera góð kaup og styrkja í leiðinni knattspyrnufólk bæjarins.