Formaðurinn fimmtugur
Rúnar Vífill Arnarson, formaður Knattspyrnudeildar Keflavíkur, varð fimmtugur 19. október s.l. Rúnar var að heiman á afmælisdeginum og brá sér til Danmerkur og var þess vegna fjarverandi á lokahófi deildarinnar. Rúnar ber aldurinn vel og lætur ekki deigan síga þrátt fyrir að hafa verið forystumaður í knattspyrnunni í Keflavík um árabil. Við sendum Rúnari og fjölskyldu hans síðbúnar hamingjuóskir í tilefni afmælisins.
Myndie: Eygló Eyjólfsdóttir
Ási og Rúnar skoða heillaóskaskeytin.
Rúnar og Eygló með gjafir frá Knattspyrnudeild.