Fréttir

Knattspyrna | 29. desember 2006

Formaðurinn fimmtugur

Einar Haraldsson, formaður Íþrótta- og ungmennafélagsins Keflavíkur, varð fimmtugur þann 26. desember.  Knattspyrnudeild Keflavíkur sendir Einari og fjölskyldu hans hjartanlegar hamingjuóskir í tilefni þessa merka áfanga.  Einar tekur á móti gestum í Oddfellow-húsinu í kvöld, föstudaginn 29. desember, kl. 20:00-23:00.