Forsala á Evrópuleik og miðar fyrir handhafa A-passa
Athugið að takmarkað magn af miðum er í boði á Evrópuleikinn á fimmtudag. Handhafar A-passa frá KSÍ fá aðgöngumiða á Keflavík - Valletta afhenta miðvikudaginn 8. júní frá kl. 14:00 - 16:00. Miðarnir verða afhentir á skrifstofu knattspyrnudeildar Skólaveg 32 gegn framvísun skírteinis. Á sama tíma er hægt að kaupa miða í forsölu ef fólk vill tryggja sér miða á leikinn í tíma.
Handhafar A-passa geta pantað miða í síma 421-5188 á sama tíma, þ.e. þeir sem ekki komast að sækja miða á tilgreindum degi/tíma. Athugið að takmarkað magn af miðum er í boði á þennan leik. Þeir handhafar A-passa sem mæta svo á völlinn eru auðvitað hvattir til þess að mæta bláir til leiks.
Leikurinn við Valletta fer fram á Sparisjóðsvellinum í Keflavík fimmtudaginn 9. júlí og hefst kl 19:15.