Fótboltastelpurnar styðja verkefnið "Ég á bara eitt líf"
Stelpurnar okkar í mfl. kvenna í knattspyrnu sýna verkefninu "Ég á bara eitt líf" stuðning.
Einar Darri lést á heimili sínu í maí síðastliðinn aðeins 18 ára gamall eftir neyslu róandi og ávanabindandi lyfja.
Aðstandendur hans hafa stofnað minningasjóð til hjálpar ungmennum í fíknivanda og hafa þau gefið út MYNDBAND til forvarnar. Þau dreifa einnig armbandi með áletruninni "Ég á bara eitt líf" til að minna ungt fólk á hættu fíkniefna og hversu dýrmætt lífið er.