Fótbolti í janúar
Núna í janúar mánuði koma útlendingarnir okkar. Reyndar verða þeir flestir komnir um miðjan mánuðinn. Simon var kallaður á æfingu hjá færeyska landsliðinu og kemur um leið og því verkefni lýkur. Kenneth, Branco og Issa koma og vonandi í flottu formi fyrir komandi átök.
Framundan er að smala saman hópnum og fyrirhugaður er æfingaleikur við ÍBV í Reykjaneshöllinni í lok mánaðarins. Þegar dagsetning er komin á hreint munum við setja það hér inn svo að áhugasamir stuðningsmenn geti komið og séð hvernig strákarnir koma undan vetri.
Áfram Keflavík
Rúnar I. Hannah
Núna eru innileikir framundan.
(Mynd: Jón Örvar Arason)