Fótbolti.net - lið ársins í 1. deild
Vefsíðan Fótbolti.net valdi á dögunum lið ársins í 1. deildinni. Það voru þjálfarar liðanna í deildinni sem greiddu atkvæði og þarf ekki að koma á óvart að Keflvíkingar komu þar mikið við sögu. Jankó var valinn þjálfari ársins og Haraldur, Zoran, Stefán, Magnús og Þórarinn voru allir í liði ársins. Magnús er reyndar einn af sex miðjumönnum í liði ársins en þar fengu margir jafnmörg atkvæði. Haraldur og Þórarinn fengu einnig atkvæði sem miðjumenn og Stefán sem varnarmaður þannig að eitthvað virðast stöður leikmanna vefjast fyrir þjálfurum í deildinni. Þess má geta að Ómar, Kristján, Hólmar Örn og Scott fengu allir atkvæði í kjörinu þannig að segja má að nær allt Keflavíkurliðið hafi komið við sögu.