Fótbolti.net fékk fjölmiðlagyðjuna
Knattspyrnudeild Keflavíkur veitti Fótbolti.net Fjölmiðlagyðjuna á lokahófi deildarinnar. Fjölmiðlagyðjan er veitt þeim sem þykir hafa fjallað hvað best um íslenska knattspyrnu á keppnistímabilinu. Fótbolti.net er með mjög vandaða og mikla umfjöllun um íslenska knattspyrnu og hafa verið það í nokkur ár. Það var Þorsteinn Magnússon formaður sem afhenti Hafliða Breiðfjörð framkvæmdastjóra Fótbolti.net Fjölmiðlagyðjuna.