Fótbolti.net spáir Keflavík 4.sæti
Sérfræðingar Fótbolta.net spá því að Keflavík endi í 4. sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. Tíu sérfræðingar spá í deildina fyrir okkur þetta árið en þeir raða liðunum upp í röð og það lið sem er í efsta sæti fær 12 stig, annað sæti 11 og svo koll af kolli niður í tólfta sæti sem gefur eitt stig. Keflavík fékk 91 stig út úr þessu.
SÉRFRÆÐINGARNIR
Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari, Hjörvar Hafliðason, Kristján Finnbogason, Ásmundur Haraldsson, Lárus Orri Sigurðsson, Guðlaugur Baldursson, Helgi Sigurðsson, Tómas Ingi Tómasson, Ásmundur Arnarsson, Leifur Garðarsson.
Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. Keflavík - 91 stig
5. Fram - 79 stig
6. Valur - 63 stig
7. Grindavík - 58 stig
8. Fylkir - 48 stig
9. Stjarnan - 44 stig
10. ÍBV - 40 stig
11. Selfoss - 19 stig
12. Haukar - 15 stig
Um liðið:
Keflavík mætir til leiks með sterkan hóp og Willum Þór Þórsson er virkilega hæfur þjálfari sem nær alltaf árangri hvar sem hann kemur. Liðið olli vonbrigðum í fyrra en hafa spilað vel á undirbúningstímabilinu og eru klárlega með vaska sveit manna sem gerir ekkert annað en tilkall að titlinum.
Styrkleikar:
Willum hefur alltaf náð góðum árangri á fyrsta ári með sín lið og lið Keflavíkur lofar góðu undir hans stjórn. Keflvíkingar hafa verið sterkir fram á við undanfarin ár og engin breyting er á því núna. Liðið hefur nokkra fyrrum atvinnumenn í liðinu og marga reynslubolta. Þá skiptir það Keflavík máli að Ómar Jóhannsson er kominn í markið.
Veikleikar:
Keflvíkingar spila ekki á heimavelli sínum sem gæti reynst veikleiki en vegna framkvæmda spilar liðið á Njarðtaksvellinum framan af móti. Símun Samuelsen er farinn frá Keflvíkingum en þegar að liðið hefur átt í basli hefur hann oft stigið upp og því er það missir að hann verði ekki með liðinu í sumar.
Lykilmenn:
Guðjón Árni Antoníusson, Hólmar Örn Rúnarsson, Guðmundur Steinarsson.
Gaman að fylgjast með:
Framherjinn ungi Magnús Þórir Matthíasson hefur fengið smjörþefinn af því að leika með Keflavík undanfarin ár og þessi spræki framherji hefur spilað mikið á undirbúningstímabilinu. Haraldur Freyr kom heim úr atvinnumennsku í fyrra og náði sér ekki á strik. Hann er kominn með fyrirliðabandið og það verður spennandi að fylgjast með honum í sumar.
Líklegt byrjunarlið í upphafi móts:
ÞJÁLFARINN
Willum Þór Þórsson er tekinn við þjálfun Keflavíkur af Kristjáni Guðmundssyni sem hélt í víking til Færeyja.
Willum Þór Þórsson er gríðarlega farsæll þjálfari og hefur unnið allt sem hægt er að vinna hér á landi. Hann hefur unnið allar deildarkeppnir, frá efstu niður í neðstu, bikarinn, mót á undirbúningstímabilum og að sjálfsögðu Íslandsmeistaratitilinn.
Hann hafði þjálfað Val frá árinu 2005 þegar félagið ákvað óvænt að skipta um þjálfara á miðju tímabili í fyrrasumar. Hjá Val gerði hann liðið að Íslands- og bikarmeisturum auk fleiri titla.
Völlurinn:
Það verður skrítið vallarástand á Keflvíkingum í sumar því þeir munu fá inni hjá nágrönnum sínum í Njarðvík á fyrsta hluta mótsins þar sem verið er að taka Keflavíkurvöll upp.
Byrjað er að setja upp stúku við Njarðvíkurvöll svo þar á bæ verða menn tilbúnir að taka á móti fjölda áhorfenda í átök sumarsins.
Þegar á mótið líður er svo stefnt að því að flytjast yfir á Keflavíkurvöll og er þá sérstaklega horft til leiksins gegn Íslandsmeisturum FH í 10. umferðinni, 4. júlí
Birt með leyfi fotbolti.net