Fréttir

Knattspyrna | 1. febrúar 2007

Frá aðalfundi Knattspyrnudeildar

Aðalfundur knattspyrnudeildar var haldin í gærkvöldi í K-húsinu við Hringbraut.

Ný stjórn var kjörin. Rúnar V. Arnarson var kosinn formaður og meðstjórnendur eru þau Jón B. Olsen, Hjördís Baldursdóttir, Oddur Sæmundsson og Hjörleifur Stefánsson.  Í varastjórn eru Ólafur Bjarnason, Sævar Pétursson, Halldór Leví Björnsson, Einar Aðalbjörnsson, Kjartan Steinarsson, Friðrik Rúnar Friðriksson, Jón Ólafsson, Theódór Guðbergsson og Ágúst Pedersen.

Skipað var í meistaraflokksráð kvenna og í henni eru Þórður Þorbjörnsson formaður, Andrés Hjaltason, Kristín Njálsdóttir, Sigrún Sigvaldadóttir, Ólafía Ólafsdóttir, Reynir Ragnarsson, Gunnar Olsen og Guðný Magnúsdóttir.

Í stjórn Barna- og unglingaráðs eru Smári Helgason formaður, Unnar S. Stefánsson, Jóhanna M. Einarsdóttir, Björn Kristinsson, Ómar Ingimarsson, Rúnar Þ. Magnússon, Valtýr Guðbrandsson, Ægir Emilsson, Ragnheiður Gunnarsdóttir og Ólafur Gylfason.

Jón Jóhannsson lagði fram og útskýrði reikninga deildarinnar sem voru samþykktir.

Fundarstjóri var Einar Haraldsson og fundarritari Sævar Pétursson.

Myndir: Jón Örvar Arason


Rúnar V. Arnarson, formaður knattspyrnudeildar.


Vel var mætt á fundinn.


Sævar fundarritari, Rúnar formaður og Einar fundarstjóri.


Jón Jóhannsson fór yfir reikningana.