Fréttir

Knattspyrna | 3. febrúar 2009

Frá aðalfundi Knattspyrnudeildar

Aðalfundur Knattspyrnudeildar Keflavíkur var haldinn 29. janúar síðastliðinn og var Þorsteinn Magnússon endurkjörinn formaður deildarinnar næsta árið.  Aðrir í aðalstjórn eru Hjördís Baldursdóttir, Kjartan Steinarsson, Einar Helgi Aðalbjörnsson og Ólafur Birgir Bjarnason.  Í varastjórn voru kosnir Andrés Hjaltason fyrir kvennaráð, Ágúst Pedersen, Gunnlaugur Kárason, Hjörleifur Stefánsson, Jón Ólafsson, Oddur Sæmundsson, Birgir Már Bragason og Kristján Helgi Jóhansson.

Ágæt fundarsókn var á fundinum og góðar og jákvæðar  umræður áttu sér stað.  Fundarmenn voru almennt ánægðir með árangur síðasta árs og bjartsýnir á framtíðina.  Deildin lagði fram ársreikninga sína, reksturinn gekk ágætlega og er niðurstaðan sú að deildin var rekin réttu megin við núllið.

Fundargerð aðalfundar (Word)