Fréttir

Frá aðalfundi Knattspyrnudeildar
Knattspyrna | 9. febrúar 2014

Frá aðalfundi Knattspyrnudeildar

Aðalfundur Knattspyrnudeildar var haldinn þann 30. janúar í félagsheimili Keflavíkur við Sunnbraut.  Vel var mætt á fundinn og voru umræður fjörlegar. 

Ein breyting varð á stjórn deildarinnar, Hrafnhildur Ólafsdóttir gekk úr stjórn og voru henni þökkuð vel unnin störf en sæti hennar tekur Jón G. Benediktsson.  Stjórnina skipa nú Þorsteinn Magnússon formaður, Kjartan Steinarsson varaformaður, Matthías Magnússon gjaldkeri, Einar H. Aðalbjörnsson ritari og Ólafur Birgir Bjarnason meðstjórnandi en varamenn eru Hjördís Baldursdóttir, Hjörleifur Stefánsson, Jón G. Benediktsson, Jón Ólafsson, Oddur Sæmundsson.  Einnig var skipað i barna- og unglingaráð og kvennaráð.

Þorsteinn Magnússon, formaður Knattspyrnudeildar, hélt ræðu og fór þar auðvitað yfir stöðu mála hjá deildinni og knattspyrnunni í Keflavík.  Hann ræddi einnig um átak til að efla kvennaknattspyrnu hjá deildinni, yngri flokka starfið, aðstöðu og vallarmál og nýjan búningasamning.