Fréttir

Knattspyrna | 17. febrúar 2007

Frá ársþingi KSÍ

Um síðustu helgi var 61. ársþing KSÍ var haldið á Hótel Loftleiðum.  Geir Þorsteinsson var kjörinn formaður KSÍ og er sá áttundi sem gegnir því embætti.  Eggert Magnússon kvaddi KSÍ eftir rúm 17 ár í formannsembætti.  Á ársþinginu var Eggert kjörinn heiðursformaður sambandsins.  Heiðursformaður á rétt til setu og hefur málfrelsi á stjórnarfundum KSÍ og kemur fram fyrir hönd sambandsins þegar stjórn þess óskar eftir.  Heiðursformenn KSÍ eru nú tveir, þeir Eggert Magnússon og Ellert B. Schram.  Í lokahófi ársþingsins var Eggert einnig sæmdur heiðurskrossi úr gulli, en krossinn er æðsta heiðursmerki KSÍ og veitist aðeins þeim sem unnið hafa knattspyrnuíþróttinni ómetanlegt gagn. Guðlaugu Ólafsdóttur, eiginkonu Eggerts, var færð kveðjugjöf frá KSÍ við sama tækifæri.  Þá var Eggert færð gjöf frá Suðurnesjaliðunum fyrir mikið og gott starf fyrir knattspyrnuhreyfinguna í landinu og þetta var einnig afmælisgjöf en Eggert verður sextugur á þriðjudaginn.

Myndir: Jón Örvar Arason