Fréttir

Knattspyrna | 29. nóvember 2005

Frá Bónus-móti 7. flokks

Bónus-mót 7. flokks fór fram s.l. laugardag í Reykjaneshöll.  Alls tóku 32 lið frá níu félögum þátt í mótinu.  Spilað var í fjórum deildum sem báru nöfnin Meistaradeildin Enska deildin, Spænska deildin og Íslenska deildin.  Leikið var 1x10 mín og fóru áttatíu leikir fram.  Mörkin í þessum leikjum urðu 208 og sóknarleikurinn í fyrirrúmi hjá öllum liðum.  Mótið í heild sinni tókst mjög vel og voru þjálfarar annarra liða mjög ánægðir með framkvæmd mótsins.

Sigurvegarar:
Meistaradeildin: Stjarnan
Enska deildin: Njarðvík
Spænska deildin: ÍR
Íslenska deildin: Keflavík

Barna- og unglingaráð Keflavíkur (BUR) þakkar Bónus fyrir samstarfið á þessu móti.