Frá jólaboði Knattspyrnudeildar
Hið árlega jólaboð Knattspyrnudeildar var haldið í félagsheimilinu við Sunnubraut á miðvikudag. Þar var styrktaraðilum og þeim sem hafa starfað fyrir deildina á árinu boðið til veislu þar sem hangikjöt og með því var á boðstólum. Vel var mætt og rann hangikjötið ljúflega niður. Hinn eini sanni Dói lék jólalög á nikkuna og Sigmundur Ó. Steinarsson kynnti hinar glæsilegu bækur sínar um sögu Íslandsmótsins. Þá var Fjölmiðlagyðja Knattspyrnudeildar afhent en það var Media Group sem hlaut hana í ár. Síðast en ekki síst var Sigurður Björgvinsson sæmdur silfurmerki deildarinnar. Stjórn Knattspyrnudeildar þakkar gestunum fyrir komuna.